Vildu vantraust á oddvita ríkisstjórnina

Frá Alþingi í dag.
Frá Alþingi í dag. mbl.is/Kristinn

Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, sagði á Alþingi í dag, að þingmenn Hreyfingarinnar hefðu í gær viljað leggja fram vantrauststillögu á oddvita ríkisstjórnarflokkanna, þau Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingrím J. Sigfússon, í stað þess að leggja fram vantraust á ríkisstjórnina í heild.

Þetta hefði hins vegar ekki fengist í gegn og vísað hafi verið til túlkunar Ólafs Jóhannessonar á lögum. Þetta væri enn eitt dæmi um gamaldags vinnubrögð á Alþingi. 

Þór sagði, að afstaða sín til vantrauststillögunnar væri ekki stuðningur við Sjálfstæðisflokkinn og afstaða hans til stjórnarflokkanna heldur afstaða hans til oddvita ríkisstjórnarinnar. Sagði Þór að Sjálfstæðisflokkurinn væri ekki stjórntækur og núverandi forusta hans myndi leiða þjóðina til glötunar á ný. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert