Hættir sem forseti borgarstjórnar

Jón Gnarr borgarstjóri og Hanna Birna Kristjánsdóttir.
Jón Gnarr borgarstjóri og Hanna Birna Kristjánsdóttir. Eggert Jóhannesson

Hanna Birna Kristjánsdóttir hefur sagt af sér sem forseti borgarstjórnar. Það gerir hún vegna vinnubragða meirihluta borgarstjórnar við afgreiðslu tillagna um sameiningu skóla. Sóley Tómasdóttir hefur einnig sagt af sér embætti varaforseta borgarstjórnar af sömu ástæðu.

Hanna Birna var kosin forseti borgarstjórnar á fyrsta fundi borgarstjórnar eftir kosningar á síðasta ári, en hún hafði í kosningabaráttunni talað fyrir auknu samstarfi í borgarstjórn.

„Við teljum að þessi atburðarrás í kringum ákvörðunina sem tekin var hér í gærkvöldi staðfesti að þetta sé fullreynt,“ sagði Hanna Birna í samtali við mbl.is og vísaði þar til ákvörðunar meirihlutans um að sameina skóla.

„Við erum þeirrar skoðunar að þeir hafi farið gegn öllu því sem við sömdum um að gera og öllum þeim vinnubrögðum sem við ætluðum að reyna að innleiða. Við teljum að þetta sé komið á endastöð. Við getum ekki sætt okkur við að ekkert hafi verið gert með allar þessar athugasemdir sem bárust og tækifæri til að gefa íbúum tækifæri til aðkomu að málinu hafi ekki verið nýtt,“ sagði Hanna Birna.

Yfirlýsing Hönnu Birnu og Sóleyjar

„Undirrituð Hanna Birna Kristjánsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn hefur ákveðið að hætta sem forseti borgarstjórnar og formlega óskað eftir því að kosinn verði nýr forseti á næsta borgarstjórnarfundi. Undirrituð Sóley Tómasdóttir oddviti Vinstri grænna hefur sömuleiðis ákveðið að hætta sem 1. varaforseti borgarstjórnar.

Þegar ný borgarstjórn tók við í júní 2010, varð það að samkomulagi milli allra flokka að halda áfram að innleiða ný vinnubrögð og aukið samstarf í samræmi við yfirlýsingu allrar borgarstjórnar þar sem sagði:

,,Vilji er fyrir því hjá nýkjörinni borgarstjórn að auka samvinnu milli flokka og nýta krafta allra borgarfulltrúa í samræmi við vinnubrögð fráfarandi borgarstjórnar.“

Liður í þessu samkomulagi var að við oddvitar minnihlutans tókum að okkur embætti forseta borgarstjórnar og 1. varaforseta, enda væri það táknrænt um áframhaldandi samstarf meirihluta og minnihluta. Allt frá því að nýr meirihluti tók við hafa fulltrúar minnihlutans lagt sig fram um að standa við umrætt samkomulag. Það hefur verð gert með því að flytja tillögur um aðgerðir og lausnir vegna brýnna hagsmunamála borgarbúa en einnig með tillögum um að kalla að borðinu starfsfólk, fagaðila og íbúa til samráðs. Eins og ítrekað hefur komið fram hefur þessi viðleitni minnihlutans þó litlum árangri skilað og meirihlutinn tekið allar stórar ákvarðanir án raunverulegs samráðs.

Það er mat borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna að með atkvæðagreiðslunni í gærkvöldi um miklar breytingar á þjónustu við börn í skólum borgarinnar sé það fullreynt að til staðar sé nokkur raunverulegur vilji hjá meirihlutanum til að ástunda betri vinnubrögð og auka aðkomu íbúa að lykilákvörðunum.

Með því að þvinga þessar breytingar í gegn í andstöðu við 12.000 íbúa og rúmlega 90% umsagna foreldra og hagsmunaaðila, er með einhliða valdboði gengið svo langt gegn vilja borgarbúa og fyrrgreindu samkomulagi borgarstjórnar að algjör trúnaðarbrestur hefur orðið milli borgarstjórnar og borgarbúa.

Það eru mikil vonbrigði að meirihlutinn hafi ekki hugrekki til þess að virkja þátttöku íbúa og starfsfólks, auka samvinnu minni- og meirihluta og innleiða þannig ný og betri stjórnmál,“ segir í yfirlýsingu frá Hönnu Birnu og Sóleyju.

Sóley Tómasdóttir, oddviti VG í borgarstjórn.
Sóley Tómasdóttir, oddviti VG í borgarstjórn.
mbl.is

Innlent »

Sprenging í vændi á Íslandi

11:16 Lögregla telur engan vafa leika á því að „sprenging“ hafi orðið í framboði vændis hér á landi á síðustu 18 mánuðum. Ekki hafa verið til rannsóknar mörg mál á tímabilinu m.a. sökum manneklu og afleiddrar nauðsynlegrar forgangsröðunar lögreglu. Meira »

Valin til að sækja virta ráðstefnu

11:13 Tveir íslenskir frumkvöðlar voru valdir af utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna og sendiráði Bandaríkjanna á Íslandi til þess að taka þátt í Global Entrepreneurship Summit (GES) 2017 sem fer fram í Hyderabad á Indlandi 28. til 30. nóvember. Meira »

Tugir hafa látist á 3 árum

10:41 Greiningardeild embættis ríkislögreglustjóra telur líklegt að neysla á sterkum fíkniefnum muni aukast hér á landi á næstu árum. Aukin neysla sterkra verkjalyfja, sem innihalda ópíumafleiður, og sterkra eiturlyfja hefur kostað tugi manna lífið hér á landi á síðustu þremur árum. Meira »

Tíu virk glæpasamtök starfandi hér

10:07 Brotum tengdum skipulagðri glæpastarfsemi, svo sem fíkniefnabrotum, mansali og vændi hefur fjölgað hér og vtað er um að minnsta kosti tíu hópa sem eru virkir í skipulagðri brotastarfsemi hér á landi og talið er að hópum sem lögregla kann ekki nægilega góð deili á hafi fjölgað nokkuð undanfarin ár. Meira »

Mikill viðbúnaður en um gabb að ræða

09:21 Mikill viðbúnaður var hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og lögreglu vegna tilkynningar um eld á Hótel Sögu fyrir skömmu. Í ljós kom að um falsboð var að ræða. Meira »

Konur hætta að fá greitt 30. október

09:19 Kynbundinn launamunur í Evrópu er mestur í Eistlandi en níundi mestur á Íslandi. Það jafngildir því að íslenskar konur hætti að fá greitt 30. október. Þetta kemur fram í árlegri skýrslu bresku vefsíðunnar Expert Market. Meira »

Stórfelldur þjófnaður á kjöti

08:27 Lögreglan á Suðurnesjum handtók fyrr í mánuðinum þrjá karlmenn vegna stórfellds þjófnaðar á tollfrjálsum varningi frá flugþjónustufyrirtæki á Keflavíkurflugvelli. Tveir mannanna voru starfsmenn hjá fyrirtækinu og sá þriðji sá um að koma þýfinu í verð. Meira »

Þjónusta 4.637 fatlaða einstaklinga

09:15 Sveitarfélög veittu 4.637 einstaklingum með fötlun þjónustu á 15 þjónustusvæðum og hafði þeim fækkað um 92 (1,9%) frá árinu áður. Af þeim var 1.591 barn 17 ára og yngri (34,3%). Meira »

Beit annan farþega

08:23 Lögreglumenn úr flugstöðvardeild lögreglunnar á Suðurnesjum handtóku farþega um borð í flugvél á Keflavíkurflugvelli aðfaranótt sunnudagsins. Farþeginn, sem var ofurölvi, hafði meðal annars ráðist á flugfreyju og bitið annan farþega. Meira »

Flækingsfugla hrekur til Íslands

08:18 Fjöldi flækingsfugla barst til landsins í kjölfar suðaustanstorms á fimmtudaginn var. Þeirra á meðal voru tvær tegundir sem aldrei hafa sést hér áður. Meira »

Íslendingar bíða eftir nýjum kjörfundi

07:57 „Það er mikill áhugi á þingkosningunum heima meðal landa sem hér eru,“ segir Þórleifur Ólafsson sem dvelur á vinsælum Íslendingastað, Torrevieja, á austurstönd Spánar. Meira »

Mótmælir ásökunum landlæknis

07:37 „Landlæknir, sem er opinber embættismaður, vegur þarna að starfsheiðri fjölda lækna er starfa á Landspítalanum og við mótmælum því að sjálfsögðu harðlega,“ segir Reynir Arngrímsson, nýkjörinn formaður Læknafélags Íslands. Meira »

Hálkublettir á Suður- og Vesturlandsvegi

07:31 Hálkublettir eru á hringveginum á milli Selfoss og Hvolsvallar. Á Vesturlandi eru hálkublettir á hringveginum frá Baulu og upp Norðurárdal og á Bröttubrekku. Meira »

Ágætt veður víðast hvar

06:34 Norðaustan 8-13 m/s norðvestanlands í dag, annars hægari vindur. Súld eða rigning fyrir norðan, en léttskýjað suðvestan til. Hiti 3 til 9 stig. Meira »

Eyddu skjölum án leyfis

05:30 Enn eru dæmi um að opinberar stofnanir eyði skjölum án heimildar Þjóðskjalasafnsins eins og áskilið er í lögum.  Meira »

Rútan sótt í dag

06:44 Rúta sem lokaði veginum að Dettifossi í gær verður dregin upp á veg í birtingu, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Norðurlandi eystra. Opnað var fyrir umferð um veginn klukkan 19 í gærkvöldi. Meira »

Fékk 53 milljónir greiddar

05:48 Fjársýsla ríkisins greiddi trúfélaginu Zuism út rúmar 53 milljónir króna sem haldið hefur verið eftir af sóknargjöldum frá því í febrúar í fyrra vegna deilna um hver færi með stjórn félagsins. Meira »

Verja tvöfalt meira í tölvukerfi

05:30 Íslensku bankarnir verja tvöfalt hærri fjárhæðum í að reka tölvukerfi en helstu bankar annars staðar á Norðurlöndum, sem glíma einmitt við gömul tölvukerfi og aukinn kostnað sem fylgir eldri tæknilausnum. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Sumarhús – Gestahús – Breytingar O?Fram
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
HARÐVIÐUR TIL HÚSBYGGINGA
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Lagersala
LAGERHREINSUN stakar stærðir NÚ AÐEINS KR 8.910,- NÚ AÐEINS KR. 9.585.- NÚ AÐEIN...
 
L edda 6017102419 i
Félagsstarf
? EDDA 6017102419 I Mynd af auglýsing...
Niðurstaða sveitarstjórnar
Tilkynningar
Samþykkt breyting á deiliskipulagi S...
Verkefnisstjóri
Stjórnunarstörf
Verkefnisstjóri Stjór...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...