Loðnuskip í nýju hlutverki

Ísleifur VE.
Ísleifur VE. www.vsv.is

Siglingastofnun hefur farið þess á leit við Vinnslustöðina í Vestmannaeyjum að fá loðnuskipið Ísleif VE til dýpkunarframkvæmda í Landeyjahöfn.

Að sögn Sigurðar Áss Grétarssonar, forstöðumanns hafnasviðs Siglingastofnunar, er um tilraunaverkefni að ræða sem er til þess ætlað að prófa lausan dælubúnað.

„Þetta er eingöngu á vinnslustigi núna og hugsunin er að sjá hvernig gengur að vera með lausan dælubúnað í stað dýpkunarskips,“ sagði Sigurður í samtali við mbl.is.

Að sögn Sigurðar hefur Siglingastofnun aðgang að slíkum búnaði og hann segir tilkostnað vera óverulegan.

Hann segir að ekki hafi náðst að mæla dýptina í Landeyjahöfn frá því fyrir síðastliðna helgi og að afar erfitt sé að segja til um hvenær höfnin veðri opnuð að nýju. 

„Ég held að það sé best að segja að hún opnist þegar hún opnast,“ sagði Sigurður. „Tíðarfarið hefur ekki verið með þeim hætti að  við höfum náð nógu góðum afköstum við að dýpka hafnarmynnið. Þetta er búið að vera mjög erfitt frá því um miðjan janúar“.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert