Sogamýri besti kosturinn fyrir tilbeiðsluhús

Svæðið liggur á milli Miklubrautar og Suðurlandsbrautar.
Svæðið liggur á milli Miklubrautar og Suðurlandsbrautar.

Skipulagsráð Reykjavíkur samþykkti í gær að vísa lýsingu vegna deiliskipulags á hluta Sogamýri til umsagnar Skipulagsstofnunar, Hverfisráðs Laugardals og umhverfis- og samgöngusviðs Reykjavíkur. Til stendur að reisa tilbreiðsluhús, n.t.t. mosku, á lóðinni. Var málinu vísað til borgarráðs.

Í sameiginlegri bókun fimm fulltrúa Besta flokksins, Samfylkingarinnar og VG segir að niðurstaða skipulags- og byggingarsviðs sé sú að svæðið við Sogamýri sé besti kosturinn. Fulltrúarnir séu sammála henni og fagni því að loksins hilli undir tillögu að lausn málsins. 

Aðrar lóðir henti betur

Þrír fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í skipulagsráði, þau Júlíus Vífill Ingvarsson, Marta Guðjónsdóttir og Jórunn Frímannsdóttir, sátu hjá við afgreiðslu málsins. Borgarfulltrúarnir segja að verulega sé þrengt að þeim hugmyndum sem séu í vinnslu varðandi nýtingu svæðisins. Heildarhugsun í skipulagi sé látin víkja og margar aðrar lóðir henti betur fyrir tilbeiðsluhús.

Bókun borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins er svohljóðandi:

„Lóð sú sem nú er verið að afmarka með nýju deiliskipulagi er á opnu grænu svæði á milli Suðurlandsbrautar og Miklubrautar á móts við Steinahlíð. Ekki hafa fram til þessa verið uppi áform um að heimila uppbyggingu á svæðinu en ljóst má þó vera að komi til þess verða þær byggingar, sem þar rísa, að vera í mjög háum gæðaflokki enda er lega lóðarinnar þannig að hús á henni munu sjálfkrafa verða kennileiti í borginni. Endurskoðun aðalskipulags Reykjavíkur sem ná mun til ársins 2030 er nú langt komin en eitt af þeim svæðum, sem þar er til skoðunar með tilliti til borgarþróunar í framtíðinni, er einmitt það, sem nú er verið að deiliskipuleggja fyrir tilbeiðsluhús. Með því er þrengt verulega að þeim hugmyndum sem eru í vinnslu varðandi nýtingu svæðisins. Það er á skjön við vinnubrögð skipulagsráðs að taka einstakar lóðir út fyrir sviga með þessum hætti og láta heildarhugsun í skipulagi víkja. Á annan tug lóða hafa verið til skoðunar vegna lóðar fyrir tilbeiðsluhús. Margar þeirra henta betur en sú sem hér er til umræðu.“

Vandaður undirbúningur

Bókunin borgarfulltrúa Besta flokksins, Samfylkingarinnar og VG er eftirfarandi:

„Fullrúar Besta flokksins, Samfylkingarinnar og Vinstri Grænna í skipulagsráði telja undirbúningu vegna deiliskipulags við Sogamýri hafa verið vandaðan enda hefur hann staðið í mörg ár. Á annan tug staða í borginni hafa verið skoðaðir fyrir tilbeiðsluhús. Niðurstaða skipulags- og byggingarsviðs er sú að svæðið við Sogamýri sé besti kosturinn. Fulltrúar Besta flokks, Samfylkingar og Vinstri Grænna eru sammála þessari niðurstöðu og fagna því að loksins hillir undir tillögu að lausn á þessu máli, þó enn eigi sjálfsagt samráð og kynningarferli eftir að eiga sér stað við íbúa borgarinnar.“

Lýsing fyrir deiliskipulagi í Sogamýri.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Flúrað yfir ör sjálfskaða

21:00 Húðflúrarinn Tiago Forte tekur að sér að flúra yfir ör þeirra sem hafa skaðað sjálfa sig án endurgjalds. Þegar mbl.is kom við á stofunni hjá Tiago í Garðabæ var Sunna Mjöll Georgsdóttir í stólnum og lét flúra yfir fjölmörg ljót ör á framhandleggnum en sjálfsskaðinn hófst hjá henni um 15 ára aldur. Meira »

Harmar brotthvarf Sigmundar

20:39 Lilja Dögg Alfreðsdóttir, þingmaður og varaformaður Framsóknarflokksins, segist harma brotthvarf Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar úr Framsóknarflokknum. Meira »

Laxinn og hvítfiskurinn að renna saman

20:37 Stórir aðilar í laxeldi í bæði í Kanada og Noregi hafa keypt hefðbundin sjávarútvegsfyrirtæki. Þeir geta nýtt markaðsþekkingu og dreifileiðir laxins til að selja hvítfiskinn. Á sama tíma færist fisksala í auknum mæli á netið og smásalar styrkjast. Meira »

Sveinn Hjörtur segir sig úr Framsókn

20:15 Sveinn Hjörtur Guðfinnsson, fyrrverandi formaður Framsóknarfélags Reykjavíkur, hefur ákveðið að segja sig úr Framsóknarflokknum og frá öllum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Frá þessu sagði hann í tilkynningu sem Vísir greindi frá fyrr í kvöld. Meira »

Kosið um fjögur efstu sætin

20:14 Samfylkingin í Norðvesturkjördæmi boðar til auka kjördæmaþings eftir viku þar sem kosið verður um fjögur efstu sæti listans líkt og samþykkt var á síðasta kjördæmaþingi. Meira »

28 Íslendingar hlupu maraþon í Berlín

18:48 Stefán Guðmundsson kom fyrstur í mark af Íslendingunum 28 sem hlupu maraþon í Berlín í dag.   Meira »

Vill eldisreglu í fiskeldið

18:36 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, starfandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, ætlar að stofna ráðgjafahóp um eldisreglu í fiskeldi sem byggir á sömu hugmynd og aflaregla í sjávarútvegi. Fjórir ráðherrar sátu íbúafund á Ísafirði í dag. Meira »

Löngu orðin hluti af Íslandi

18:36 Jeimmy Andrea Gutiérrez Villanueva vissi ekkert um Ísland þegar hún var spurð að því hvort hún gæti hugsað sér að fara þangað sem flóttamaður. En hún þurfti ekki að hugsa sig lengi um því aðstæður hennar voru ömurlegar og hún sá enga aðra leið en að fara í burtu. Hún hefur búið á Íslandi í 12 ár. Meira »

Ætlar ekki að ganga í annan flokk

18:32 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins og forsætisráðherra, segist ekki ætla að ganga í annan flokk, heldur mynda breiðan hóp um að stofna nýja hreyfingu. Þetta sagði hann í sexfréttum RÚV þar sem hann var spurður hvort hann yrði með í Samvinnuflokknum. Meira »

Eftirsjá að fólki sem yfirgefur flokkinn

18:10 Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir alltaf eftirsjá af fólki sem kýs að yfirgefa flokkinn og hefur unnið honum gott brautargengi. Meira »

„Eigum fullt erindi í þessa keppni“

17:52 „Við vorum í raun að prufukeyra landsliðið ef svo má segja,“ segir Ragnheiður Héðinsdóttir, viðskiptastjóri matvælaiðnaðar hjá Samtökum iðnaðarins, en íslenska bakaralandsliðið tók um helgina þátt í Norðurlandakeppni í bakstri í Stokkhólmi. Meira »

Línur að skýrast hjá VG

17:36 Samþykkt var einróma tillaga stjórnar kjördæmaráðs VG í Norðvesturkjördæmi í dag að stilla upp á lista flokksins í kjördæminu fyrir komandi kosningar. Meira »

Fundinum ætlað að „kveikja elda“

17:35 Þessum fundi er ætlað að kveikja elda, sagði Pétur Markan, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps og formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga, við upphaf íbúafundar á Ísafirði í dag. Á fundinum var lögð áhersla á þrjú mál: Raforkuöryggi, samgöngur og sjókvíaeldi en öll eru þau mikið í deiglunni þessa dagana. Meira »

Ekki verið yfirheyrður um helgina

16:10 Erlendur karlmaður á fertugsaldri sem grunaður er um að hafa veitt konu á fimmtugsaldri áverka á Hagamel á fimmtudagskvöld, sem leiddu til dauða hennar, hefur ekki verið yfirheyrður um helgina. Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn vill ekki gefa upp hvort játning liggi fyrir í málinu. Meira »

Íslendingar í eldlínunni í Barcelona

15:49 Reykjavík er heiðursgestur á listahátíðinni La Merce sem fram fer í Barcelona nú um helgina. Hópur íslenskra listamanna er samankominn í borginni ásamt starfsmönnum menningarsviðs Reykjavíkurborgar. Meira »

Óskar Sigmundi velfarnaðar

16:12 „Það var niðurstaða fundarins að farið yrði í uppstillingu. Það var mikill meirihluti fundarmanna sem vildi það,“ segir Þórunn Egilsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, um fund kjördæmisráðs flokksins í Norðausturkjördæmi sem lauk fyrir stundu. Meira »

Vestfirðingum gæti fjölgað um 900

15:50 Yrði 25 þúsund tonna laxeldi leyft við Ísafjarðardjúp gæti það skapað 260 ný störf á um áratug og um 150 afleidd störf til viðbótar. KPMG telur að íbúaþróun myndi snúast við og áætlar að fjölga myndi um 900 manns í sveitarfélögunum við Djúp á sama tíma og bein störf ná hámarki. Meira »

Framsókn í Norðaustur stillir upp á lista

14:39 Framsóknarmenn í Norðausturkjördæmi höfnuðu rétt í þessu tillögu stjórnar um að velja frambjóðendur á lista með tvöföldu kjördæmisþingi, líkt og gert verður í Norðvesturkjördæmi, að fram kemur á vef RÚV. Ákveðið var að stilla frekar upp á lista. Meira »
Píanó til sölu
Yamaha, 25 ára, hvítt, í góðu ásigkomulagi og nýstillt. Stóll úr beyki fylgir. ...
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...
Flott kommóða rótar-spónn - sími 869-2798
Er með flotta kommóðu, spónlagða og innlagða á 25.000. Hæð 85x48x110 cm, 5 skúff...
ÚTI HRINGSTIGAR
Vantar stiga af svölunum ofan í garðinn ? Hringstigar 120, 140 og 160 cm þvermá...
 
Utankjörfundaratkvæða- greiðsla uta
Tilkynningar
Utankjörfundaratkvæðagreiðs...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Framhaldssölur
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsfundur varðar
Fundir - mannfagnaðir
Vörður - fulltrúaráð sjálfstæðisf...