Spyr hvort SA og ASÍ ætli í framboð

Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.

Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, veltir því fyrir sér á Facebook-síðu sinni í dag hvort hagsmunasamtök fari alltaf að hegða sér eins og stjórnmálaflokkar og nefnir Alþýðusamband Íslands (ASÍ) og Samtök atvinnulífsins (SA) sérstaklega í þeim efnum.

Pétur segir að bæði þessi samtök og fleiri slík hafi haft tilhneigingu til þess að koma sér upp pólitískum stefnumálum. „ASÍ og SA voru með öllum Icesave samningum. BSRB barðist fyrir hreinu vatni. Öll vildu þau ganga í ESB nema SA hætti við. SA vill setja lög um fiskveiðistjórnun,“ segir Pétur.

Hann veltir síðan þeirri spurningu upp hvort SA muni bjóða fram í öllum kjördæmum í næstu kosningum og segir að núverandi forseti ASÍ hafi haft áform um að setjast á þing. „Forseti ASÍ ætlaði á þing en voru launin of lág?“ spyr Pétur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert