Ísland nálgast Austur-Evrópu

Úr Smáralind.
Úr Smáralind. Eggert Jóhannesson

Stórhætta er á að lífskjör á Íslandi sigli í þá átt að verða sambærileg og í Austur-Evrópu, að mati Andrésar Guðmundssonar, framkvæmdastjóra Samtaka verslunar og þjónustu. Andrés telur ekki óraunhæft að ætla að lífskjör hér séu nú svipuð og í Póllandi.

Rætt er við Andrés í Morgunblaðinu í dag, föstudag, um stöðu verslunar á Íslandi.

Kemur þar meðal annars fram að neyslumynstrið sé að breytast. Með sama áframhaldi muni hlutfall lágvöruverslana aukast og vöruúrval að sama skapi fara minnkandi. Þá sé kaupmáttur nú sambærilegur og árið 2002.

Andrés bendir á að fyrstu mánuðirnir í versluninni það sem af er ári hafi verið mjög erfiðir. Margar verslanir standi tæpt og er það mat hans að hluti þeirra myndi lenda í gjaldþroti ef til allsherjarverkfalls kæmi.

Einnig er rætt við Margréti Kristmannsdóttur, formann SVÞ, í Morgunblaðinu í dag.

Kemst hún þar svo að orði að eigendur sumra verslana kunni að „neyðast til að loka búðunum“ og komast þannig hjá tapi vegna hallareksturs.

Margrét telur að sú stund sé runnin upp að varasjóðir fjölmargra einstaklinga hafi tæmst, nú þegar um 31 mánuður er liðin frá efnahagshruninu í októberbyrjun 2008.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert