Lýsa yfir stuðningi við þingmenn

.

Aðalfundur svæðisfélags Vinstri-Grænna í Skagafirði sem haldinn var í gær lýsir yfir fullum stuðningi við þá þingmenn sem standa við stefnumál flokksins, hvort sem þeir sitja innan þingflokks eða utan og hvetur þingmenn VG til að veita Samfylkingunni meira aðhald í stjórnarsamstarfinu.

Ályktunin fundarins í heild sinni:

Aðalfundur svæðisfélags Vinstri-Grænna í Skagafirði, haldinn á Sauðárkróki 28.apríl 2011, harmar þá stöðu sem upp er komin meðal þingmanna og þingflokks VG en lýsir yfir fullum stuðningi við þá þingmenn sem standa við stefnumál flokksins hvort sem þau sitja innan þingflokks eða utan. 

Fundurinn hvetur því þingmenn flokksins til að leysa úr ágreiningsmálum, taka höndum saman og veita Samfylkingunni meira aðhald í stjórnarsamstarfinu á grundvelli stefnu flokksins og þá sérstaklega í velferðar og  utanríkismálum. 

Mörg stór mál bíða úrlausnar og mikilvægt er að VG hafi forustu um að leiða stjórn landsins áfram.  Nægur stuðningur er við ríkisstjórnina á Alþingi til að koma góðum málum áfram og standa vörð um velferð, réttlæti, jöfnuð, verndun náttúrunnar og þær auðlindir sem við eigum til sjávar og sveita.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert