Sölu á World Class verði rift

Líkamsræktarstöð World Class í Laugum í Reykjavík.
Líkamsræktarstöð World Class í Laugum í Reykjavík. mbl.is/Árni Sæberg

Fyrirtaka verður í tveimur riftunarmálum sem þrotabú ÞS69 ehf. höfðaði á hendur fyrirtækinu Laugar ehf., hinn 5. maí næstkomandi. Þrotabú ÞS69, sem áður hét Þrek ehf, höfðaði alls fjögur riftunarmál á hendur Laugum.

Í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að helsta málið tengist sölu á rekstri World Class áður en ÞS69 varð gjaldþrota snemma árs 2010. Skiptastjóri ÞS69 telur að stjórnendur Þreks hafi selt tengdum aðilum reksturinn á of lágu verði.

Hin riftunarmálin lúta meðal annars að viðskiptum með fasteign á Suðurströnd á Seltjarnarnesi, sem hýsir heilsurækt World Class.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert