Besti flokkurinn safnar fyrir ísbirni

Jón Gnarr, oddviti Besta flokksins.
Jón Gnarr, oddviti Besta flokksins.

Besti flokkurinn hefur samkvæmt fréttatilkynningu hrundið af stað söfnunarsíðu með það að markmiði „að koma upp viðeigandi búnaði hér á landi til að fanga þessi merkilegu dýr þegar þau villast hingað“ eins og segir í tilkynningunni. Söfnunin gengur undir heitinu "Reykjavík polar bear project".

Þá segir að flokkurinn vilji auk þess koma upp aðstöðu í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum þar sem hlúð sé að dýrunum, þau rannsökuð og síðan að endingu skilað aftur í náttúruleg heimkynni sín.

Þess má geta að eitt af kosningaloforðum Besta flokksins fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar var aðfá ísbjörn í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn.

Söfnunarsíða Besta flokksins

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert