SLN er komin öllum til gleði

Grágæsin SLN með unga við Héraðshælið í fyrra.
Grágæsin SLN með unga við Héraðshælið í fyrra. Jón Sigurðsson

Hin landsfræga grágæs sem ber einkennisstafina SLN er komin á sínar heimaslóðir á Blönduósi í a.m.k. tólfta sinn.

Þessi gæs ásamt 120 öðrum gæsum var merkt við sýsluskrifstofuna sumarið 2000 og er orðin sú einasta úr þessum hóp, fyrir utan gæs sem ber fótamerkið AVP, sem snýr aftur frá Skotlandi eftir vetrardvöl. Það er svo merkilegt að hægt hefur verið að ganga að SLN vísri á lóðinni fyrir framan hús eldri borgara í Hnitbjörgum og Flúðabakka, nánar tiltekið á lóðinni við Héraðshælið.

Það er ljóst að með komu þessarar gæsar er þungu fargi af mörgum létt því íbúarnir þarna í kring hafa fylgst með henni af mikilli ánægju sumarlangt og fram á haust þar til hún flýgur með unga sína og karl aftur til Skotlands.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert