Styður ekki Jón sem ráðherra

Þráinn Bertelsson.
Þráinn Bertelsson.

Þráinn Bertelsson, þingmaður Vinstri grænna, segir við vef DV í dag, að hann styðji ekki Jón Bjarnason í embætti landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra. Staðfestir Þráinn að hann hafi lýst þessu yfir á þingflokksfundi nýlega.

Haft er eftir Þráni, að hann hafi lýst þessu yfir þegar ljóst varð, að sjávarútvegsráðherrann myndi ekki leggja fram nýtt frumvarp um stjórn fiskveiða eins og hann hefði lofað að gera um páskana.  

Þá segir Þráinn, að Jón hafi sagt efnislega í ræðustóli á Alþingi að hann líti á það sem helsta tilgang sinn og réttlætingu í ráðherraembætti að fylgjast með umsóknarferlinu um aðild að Evrópusambandsinu.

„Mér finnst það heldur einkennilegur skilningur á starfi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og teldi heppilegra að hann fengist við eitthvað annað," hefur DV eftir Þráni.

Vefur DV

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka