Vilja að launþegar felli samningana

Á opnum fundi Hreyfingarinnar, sem haldinn var í kvöld um ójöfnuð og óréttlæti, var samþykkt ályktun þar sem mælt er með því að launþegar felli kjarasamningana sem skrifað var undir í kvöld, þar sem þeir séu stórvarasamir. 

„Það tilboð sem nú liggur fyrir í eingreiðslu og prósentuhækkunum dugar engan veginn fyrir því fjárhagslega tjóni sem launþegar hafa orðið fyrir á undanförnum árum," segir í ályktununni.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert