Nýtt merki þjóðhátíðar í Eyjum

Merki þjóðhátíðar.
Merki þjóðhátíðar.

Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum hefur nú formlega fengið opinbert merki. Er merkið sett saman úr nokkrum mismunandi eigindum sem vísa í hátíðina, Vestmannaeyjar, og hefðina að baki hátíðinni.

Í merkinu er lundi með kórónu, sem talsmenn hátíðarinnar segja vísa til þess, að Þjóðhátíð sé konungur útihátíðanna. Kórónan er samsett úr eldi og flugeldum, sem er skírskotun í brennuna og flugeldasýninguna, tvo hefðbundna dagskrárliði. Þá vísi grænn litur merkisins vísar  til Vestmannaeyja.

Merkið var hannað af Heiðari Þór Jónssyni, grafískum hönnuði hjá Vert markaðsstofu.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert