Fengu erlend félög undanþágur?

Seðalabanki íslands
Seðalabanki íslands mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Landssamtök lífeyrissjóða hafa krafið Seðlabankann svara um hvort erlend tryggingafélög sem hér starfa hafi fengið undanþágu frá gjaldeyrishöftunum sem geri þeim kleift að fjárfesta fyrir Íslendinga erlendis. Lífeyrissjóðum sé þetta óheimilt samkvæmt lögum um gjaldeyrishöft. RÚV greindi frá þessu.

Í frétt RÚV kom fram að landssamtökin hafi í bréfi til Seðlabankans bent á að hafi erlendu tryggingafélögin fengið undanþágu frá gjaldeyrishöftunum væri það brot á lögum um jafnræði. Þá hafi útlensku tryggingafélögin farið í sérstakt söluátak sem hafi leitt til þess að fjölmargir hafi sagt upp samningnum sínum um viðbótarlífeyrissparnað við íslensku lífeyrissjóðina.

Fram kom að bréfið var sent 16. mars en ekki hefur borist svar frá Seðlabankanum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert