Besti afli í netaralli

Sigurður Viktor Hallgrímsson og Baldvin Sigurðsson landa úr Magnúsi SH, …
Sigurður Viktor Hallgrímsson og Baldvin Sigurðsson landa úr Magnúsi SH, einum bátnum sem tók þátt í netarallinu. mbl.is/Alfons

Þorskaflinn í svonefndu netaralli Hafrannsóknastofnunar í apríl var tæp 800 tonn sem er besti afli í netaralli frá upphafi. Þorskaflinn var tæp 500 tonn í fyrra og tæp 600 tonn árið 2009 en afli í netaralli hefur farið vaxandi frá árinu 2007 og segir Hafrannsóknastofnun, að það í samræmi við hækkun á stofnvísitölu þorsks í togararalli.

Hafi stofnvísitala þorsks í togararalli farið hækkandi síðastliðin ár og megi það einkum rekja  til aukningar á stærri þorski.

Eina svæðið sem skar sig úr hvað varðar þorskafla var kanturinn austur af Eyjum, en þetta er þriðja árið í röð þar sem afli hefur verið lélegur þar. 

Netarallinu lauk 20. apríl og tóku sex bátar þátt; Saxhamar SH í Breiðafirði, Magnús SH í Faxaflóa, Friðrik Sigurðsson ÁR á svæðinu frá Reykjanesi að Þrídröngum, Glófaxi VE frá Þrídröngum að Skeiðarárdjúpi og Hvanney SF frá Meðallandsbugt að Hvítingum, Þorleifur EA fyrir norðurlandi. 

Vefur Hafrannsóknastofnunar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert