Öskuskýin dreifast víða

Öskudreifingarspá Metoffice sem gildir til hádegis á morgun, ramminn neðst …
Öskudreifingarspá Metoffice sem gildir til hádegis á morgun, ramminn neðst til hægri.

Öskuskýin frá Grímsvötnum dreifast nú víða um norðurhvel jarðar, ef marka má öskudreifingarspá bresku veðurstofunnar, Metoffice. Teygja skýin sig eins og kolkrabbi útfrá eldstöðinni en sem kunnugt er hefur verulega dregið úr gosvirkninni í Grímsvötnum.

Minni röskum hefur orðið í millilandaflugi í Evrópu í dag, en þó þurfti að loka nokkrum flugvöllum í Þýskalandi um tíma. Öskuskýið frá eldstöðinni sást einnig vel á gervitunglamyndum frá NASA, og hvernig það liggur til suðurs frá Vatnajökli. Meðfylgjandi gervitunglamynd var tekin kl. 13.25 í dag.

Öskuskýið frá Íslandi, samkvæmt mynd frá NASA síðan í dag.
Öskuskýið frá Íslandi, samkvæmt mynd frá NASA síðan í dag. HO
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert