Yfir 500 Íslendingar hafa náð 100 ára aldri

AP

Vitað er um ríflega 500 Íslendinga sem hafa náð 100 ára aldri og fyrstu heimildir um 100 ára Íslending, sem hægt er að sanna með kirkjubókum, eru frá árinu 1866. Sífellt fleiri landsmenn ná svo háum aldri og hefur hlutfall úr hverjum fæðingarárgangi farið úr 0,01% á 18. öld upp í nærri 1% í dag.

Elsti núlifandi Íslendingurinn náði 107 ára aldri í vikunni og í næsta mánuði er vitað um fimm konur sem verða 100 ára. Í dag eru 44 Íslendingar á lífi, 100 ára og eldri, samkvæmt vefnum langlifi.net, þar af 37 konur og sjö karlar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert