Deilt um kvöldfund

Frá Alþingi.
Frá Alþingi.

Lítinn sáttatón var að heyra á Alþingi í dag og hafa þingmenn deilt, meðal annars um tillögur forseta þingsins um að þingfundur geti staðið fram á kvöld. Til stendur að ræða ný frumvörp Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegsráðherra, um stjórn fiskveiða. 

Þingmenn stjórnarflokkanna sögðu ekkert óeðlilegt, síðustu dagana fyrir þingfrestun, að halda fundi á kvöldin. Þingmenn stjórnarandstöðunnar töldu hins vegar enga ástæðu til að ræða sjávarútvegsfrumvarpið fram á kvöld í dag. Einnig vísuðu þeir til þess, að frumvörpin hefðu verið lögð fram tveimur mánuðum eftir að frestur til að leggja fram frumvörp, leið. 

Eftir langa umræðu um kvöldfundartillögu forseta þingsins var tillagan samþykkt með 24 atkvæðum gegn 22.  Í kjölfarið voru greidd atkvæði um hvort veita ætti afbrigði frá þingsköpum svo sjávarútvegsfrumvörp ríkisstjórnarinnar og Hreyfingarinnar mættu koma á dagskrá. Það var samþykkt með 29 atkvæðum gegn 21.

Síðan tóku við umræður um fundarstjórn forseta. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert