Flugumferðarstjórar semja

Flugumferðarstjórar í húsi ríkissáttasemjara.
Flugumferðarstjórar í húsi ríkissáttasemjara. mbl.is/Eggert

Fulltrúar Félags flugumferðarstjórar og Samtala atvinnulífsins fyrir hönd Isavia skrifuðu undir kjarasamning á sjötta tímanum í morgun og hefur verkfallsaðgerðum verið aflýst. Samningurinn  er til 5 ára.

Yfirvinnubann hefur verið í gildi hjá flugumferðarstjórum undanfarna mánuði. 

Yfir þrjátíu fundir fóru fram hjá Ríkissáttasemjara í gær. Á meðal þeirra félaga sem enn eiga eftir að semja er Bandalag háskólamanna, sem á í viðræðum við Samband íslenskra sveitarfélaga, ríkið og Reykjavíkurborg.

Þá eiga fagfélög innan BSRB, lögreglumenn og slökkviliðsmenn, starfsmannafélög sveitarfélaga og aðrir ríkisstarfsmenn sem ekki eru innan vébanda SFR eftir að semja.

Í gær vísuðu  Félag íslenskra náttúrufræðinga kjaradeilu við Samband íslenskra sveitarfélaga til ríkissáttasemjara. Þá vísaði samninganefnd farmanna í Sjómannafélagi Íslands kjaradeilu sinni við Samband atvinnulífsins til embættisins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert