Spáir minni snjó og meira steypiregni

Skeiðarárbrú stendur nú að mestu á þurru og er á …
Skeiðarárbrú stendur nú að mestu á þurru og er á sinn hátt táknmynd um afleiðingar hlýnandi loftslags hér á landi. mbl.is/RAX

Veturinn verður styttri, vorið kemur fyrr og haustin verða mildari hér á landi á komandi áratugum. Orsakavaldurinn er hlýnandi loftslag.

En það verður líka minni snjór og meiri úrkoma og oftar steypiregn þegar líður lengra á 21. öldina. Þurrum dögum mun líklega fækka.

Spár gera ráð fyrir að meðaltalshlýnun við Ísland verði rúmlega 0,2°C á áratug fram undir miðja þessa öld. Meðalárshiti í Reykjavík verður tæp 7,7°C í lok þessarar aldar ef spár um hlýnun andrúmsloftsins ganga eftir. Það er nálægt því sem meðalárshiti var í Malmö í Svíþjóð frá 1981-1990.

Mikið hefur hlýnað á Íslandi frá 1980 og í spá milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) er því haldið fram að hlýnun verði meiri á norðurslóðum en sunnar á hnettinum.

Í greinaflokki Morgunblaðsins er í dag og næstu daga fjallað um þau hamskipti sem eru að verða á landslagi og lífríki Íslands vegna hlýnandi loftslags.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert