Orrusta um auðlindir þjóðarinnar

Helgi Hjörvar
Helgi Hjörvar Ómar Óskarsson

Framundan er hin „gamla glíma milli sérhagsmuna og almannahagsmuna“ í íslenskri þjóðfélagsumræðu, að mati Helga Hjörvars, þingmanns Samfylkingarinnar. Í hönd sé að fara „orrusta um auðlindir íslands“. 

Sagði Helgi sjónarmið um jöfnuð og sanngirni þurfa að ráða för nú þegar stjórnvöld útdeili svigrúmi sínu til velferðarþjónustu. Ekki sé hægt að skapa aftur þau „gervilífskjör“ sem við lýði voru fyrir hrunið. „Við skulum ekki endurreisa það sem var heldur betra Ísland“.

Þingmaðurinn lýsti svo yfir þeirri skoðun sinni að lykilatriði væri að skapa sátt meðal almennings til að tryggja eign almennings á auðlindum. „Hvers vegna að skapa ósætti?“ spurði Helgi og vék að ummælum stjórnarandstöðunnar um kvótafrumvörpin. „Það er fólkið í landinu en ekki flokksgæðingar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar sem eiga fiskinn í sjónum,“ sagði hann.

Læri af hruninu

„Við þurfum að læra af hruninu. Við þurfum að tryggja það fyrir börnin okkar og komandi kynslóðir að aldrei aftur verði hægt að veðsetja þær auðlindir sem við fengum í vöggugjöf,“ sagði Helgi og lýsti svo hvernig farið hefði verið með lánsfé út á kvóta í kauphallir og fénu síðan tapað á einni nóttu.

Varaði hann svo við því að „mikið moldviðri“ væri framundan á Alþingi frá „sérhagsmunagæslusveit Sjálfstæðisflokksins“ þegar kvótafrumvörpin bæri á góma. Sú sveit myndi beita málþófi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka