4300 með yfir milljón á mánuði

Rúmlega 51.000 greiðslur eru í staðgreiðsluskrám ríkisskattstjóra sem voru hærri en ein milljón kr. árið 2010, eða um 4.300 að meðaltali í hverjum mánuði. Þetta kemur fram í skriflegu svari fjármálaráðherra við fyrirspurn Einars K. Guðfinnssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins.

Flestir eru með yfir milljón á mánuði í fiskveiðum og fiskeldi og í fiskvinnslu, en samtals er um 1560 launagreiðslur á mánuði að jafnaði í þessum atvinnugreinum. 

Í fjármála- og vátryggingastarfsemi voru 592 launagreiðslur yfir einni milljón kr. árið 2010 og 453 greiðslur í opinberri stjórnsýslu, skv. tölum frá ríkisskattstjóra.

Svar ráðherra í heild
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert