Atvinnuleysi mælist 7,4%

Vinnumálastofnun
Vinnumálastofnun mbl.is/Ómar Óskarsson

Skráð atvinnuleysi í maí 2011 var 7,4%, en að meðaltali voru 12.553 manns atvinnulausir í maí og fækkaði atvinnulausum um 709 að meðaltali frá apríl eða um 0,7 prósentustig. Vinnumálastofnun áætlar að atvinnuleysið í júní 2011 minnki m.a. vegna árstíðasveiflu og verði á bilinu 6,7 % ‐ 7,1 %.

Meiri fækkun atvinnulausra meðal karla heldur en kvenna

Körlum á atvinnuleysisskrá fækkaði um 642 að meðaltali en konum um 67. Atvinnulausum fækkaði um 296 á höfuðborgarsvæðinu og um 413 á landsbyggðinni.

12,1% atvinnuleysi á Suðurnesjum

Atvinnuleysið var 8,2% á höfuðborgarsvæðinu en 6,1% á landsbyggðinni. Mest var það á Suðurnesjum 12,1%, en minnst á Norðurlandi vestra 3,2%. Atvinnuleysið var 7,7% meðal karla og 7,1% meðal kvenna. Fjöldi atvinnulausra í lok mánaðar

Fjöldi þeirra sem hafa verið atvinnulausir lengur en 6 mánuði er nú 7.993 og fækkar um 355 frá lokum apríl og er um 60% þeirra sem eru á atvinnuleysisskrá í lok maí. Þeim sem verið hafa atvinnulausir í meira en eitt ár fækkar úr 4.801 í lok apríl í 4.725 í lok maí. Alls voru 2.305 á aldrinum 16‐24 ára atvinnulausir í lok maí en 2.523 í lok apríl eða um 17% allra atvinnulausra í maí og fækkar um 218 frá því í lok apríl. Í lok maí 2010 var fjöldi atvinnulausra ungmenna 2.735.

Alls voru 2.126 erlendir ríkisborgarar án atvinnu í lok maí, þar af 1.265 Pólverjar eða um 60% þeirra útlendinga sem voru á skrá í lok mánaðarins. Langflestir atvinnulausra erlendra ríkisborgara voru starfandi í byggingariðnaði eða 467.

Samtals voru 1.825 af þeim sem voru skráðir atvinnulausir í lok maí í hlutastörfum, þ.e. þeir sem eru í reglubundnum hlutastörfum eða með tilfallandi eða tímabundið starf á síðasta skráningardegi í maí. Þetta eru um 14% af þeim sem voru skráðir atvinnulausir í lok maí. Af þeim sem voru í hlutastörfum í lok maí voru 1.004 einstaklingar sem sóttu um atvinnuleysisbætur skv. lögum um minnkað starfshlutfall frá því í nóvember 2008.

lok maí voru 25 sjálfstætt starfandi skráðir á atvinnuleysisskrá vegna samdráttar í rekstri skv. áður nefndum lögum. Hópuppsagnir og gjaldþrot Í maímánuði bárust Vinnumálastofnun 4 tilkynningar um hópuppsagnir þar sem 81 manns var sagt upp störfum. Alls fengu 39 launamenn greitt úr Ábyrgðarsjóði launa í maí, þar af voru 15 starfandi í verslun og flutningum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert