Smádýrunum fjölgar hratt

Hunangsfluga á ferð.
Hunangsfluga á ferð. mbl.is/Ómar

Erling Ólafsson, skordýrafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, segir Íslendinga mega búa sig undir fjölbreyttara smádýralíf í umhverfi sínu.

Ekki sé nóg með að tegundum fjölgi heldur muni einstaklingum innan sumra tegunda einnig fjölga. „Það væri betra fyrir okkur að vera án þeirra sumra,“ segir Erling.

Hann segir jafnframt að þumalputtareglan sé sú að um 10% landnema séu til óþurftar. Spurður um skaðvalda nefnir Erling asparglyttu sem dæmi sem og spánarsnigil. Ýmsar fleiri tegundir geti verið til ama eins og t.d. hin kolsvarta fíflalús.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert