Býst við að skrifað verði undir

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ mbl.is/Kristinn Ingvarsson

„Við sjáum í raun engar forsendur til þess að skrifa ekki undir kjarasamningana núna. Það myndi ekki auka líkur á hagvexti. En auðvitað gagnrýnum við stjórnvöld fyrir að leggja ekki fram skýrar áætlanir um fjárfestingar og hagvöxt,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, sem gerir ráð fyrir að ASÍ staðfesti kjarasamninga á morgun.

Hann segir jafnframt að búið sé að ganga frá þeim lagafrumvörpum sem loforð hafi verið gefin um við gerð kjarasamninga.

„Þrátt fyrir að við köllum eftir skýrari svörum um áætlanir stjórnvalda sjáum við enga ástæðu til að slíta þessu samstarfi. Við munum halda áfram að veita stjórnvöldum aðhald og það er ljóst að það mun reyna á samstarf okkar. “

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert