Halda fast við kröfur sínar

Leikskólakennarar fara í verkfall þann 22. ágúst ef ekki verður …
Leikskólakennarar fara í verkfall þann 22. ágúst ef ekki verður samið. mbl.is/Golli

„Síðasti fundur á milli fulltrúa leikskólakennara og sveitarfélaga var haldinn 15. júní síðastliðinn en engar lausnir komu frá viðsemjendum okkar. Næsti fundur verður haldinn þann 29. júní þar sem ekki lengra en 14 dagar mega líða á milli funda.“ segir Haraldur Gíslason formaður félag leikskólakennara.

Deilu á milli leikskólakennara og sveitarfélaga var vísað til Ríkissáttasemjara í mars síðastliðnum. 

„Við erum til viðræðu um lausn deilunnar og óskum eftir hugmyndum til að leysa þetta mál, við munum ekki gefa eftir kröfum okkar.“

 „Við förum fram á að umtalsverður munur verði leiðréttur og ætlumst  til að ca. 11% verði leiðrétt í þessu skrefi. Við erum gríðarlega sanngjörn.“ 

„Viðmiðunarstéttir okkar eru illa launaðar en við eru hrikalega illa launuð.“

Ef samningar nást ekki milli leikskólakennara og sveitarfélaga munu leikskólakennarar fara í verkfall þann 22. ágúst næstkomandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert