Salmonella í sjávarkokteil

Sjávarkokteill
Sjávarkokteill

Salmonella hefur greinst í Seafood Mix - Marinamarmix frá Víetnam sem notað er sem hráefni í sjávarkokteil hjá fyrirtækinu Fiska.is. Því hefur það ákveðið í samráði við Matvælastofnun að innkalla vöru með heitinu sjávarkokteill með pökkunardagsetningum frá 1. 12. 2010 – 1.5. 2011.

Varan var seld á sölubás Fiska.is í Kolaportinu og í heimsendingum fyrirtækisins.

Viðskiptavinir Fiska.is sem eiga umrædda vöru eru beðnir um að farga henni eða skila til Fiska.is í Kolaportinu gegn endurgreiðslu, samkvæmt fréttatilkynningu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert