Íranskur hælisleitandi ekki ákærður

Helga Vala Helgadóttir, lögfræðingur.
Helga Vala Helgadóttir, lögfræðingur.

Ekki verður gefin út ákæra af hálfu Ríkissaksóknara á hendur íranska hælisleitandanum Mehdi Kavyan Pour sem helti yfir sig bensíni og gerði sig líklegan til þess að kveikja í sér í höfuðstöðvum Rauða krossins í síðasta mánuði. Vildi hann með því mótmæla því að seint hafi gengið að afgreiða umsókn hans um hæli hér á landi af mannúðarástæðum.

Helga Vala Helgadóttir, lögfræðingur Pour, segir að um gleðilegar fréttir sé að ræða, ekki síst þar sem umsókn hans um hæli hafi verið sett í bið á meðan í ljós kæmi hvort hann yrði ákærður eða ekki. Hún sagðist nú vonast til þess að umsóknin yrði afgreidd hratt og örugglega.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert