Íslendingar taka þátt í fyrsta skipti

Íslenskir unglingar geta sótt um styrk til að fara út …
Íslenskir unglingar geta sótt um styrk til að fara út sem skiptinemar. mbl.is/Eggert

Ísland mun í fyrsta skipti taka þátt í nýrri undiráætlun Comeniusar nemendaskipta á framhaldsskólastigi. Styrkir verða veittir til að senda skiptinema til Comeniusar -samstarfsskóla í 3-8 mánuði.

Framhaldsskólarnir geta sótt um styrki fyrir hönd nemenda sinna til Landsskrifsstofu menntaáætlunar ESB en umsóknarfrestur fyrir skólaárið 2012-2013 er 1. desember 2011.

Styrkirnir eru fyrir umsýslukostnað sendiskóla sem og fyrir ferðir og uppihald fyrir nemendur. 

Allar upplýsingar er að finna á vef stofnunarinnar www. comenius.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert