154 kröfur í þrotabú

mbl.is/Halldór Sveinbjörnsson

Alls bárust 154 kröfur í þrotabú Eyrarodda hf. á Flateyri og er heildarfjárhæð krafnanna rúmar 275 milljónir króna.

„Þetta er allt að skýrast og 154 kröfulýsingar hafa verið lagðar fram en ekki eru allar kröfur samþykktar og veðkröfur eru ekki inni í þessari talningu,“ segir Friðbjörn E. Garðarsson, skiptastjóri þrotabúsins.

Samþykktar kröfur nema rúmum 52 milljónum króna. Friðbjörn segir að vonir standi til að málin muni leysast í vikunni. Skiptafundur verður haldinn í dag sem opinn er öllum kröfuhöfum, samkvæmt frétt á vef Bæjarins besta.

Héraðsdómur Vestfjarða úrskurðaði Eyrarodda gjaldþrota í janúar eftir að stjórn fyrirtækisins og umsjónarmaður nauðasamninga félagsins lögðu fram beiðni þess efnis fyrir dómara.

Sjá nánar 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert