Ferðamenn hafi varann á sér

Ferðafólki með eftirvagna er bent á að fylgjast vel með …
Ferðafólki með eftirvagna er bent á að fylgjast vel með spánni. mbl.is/Arnaldur

Veðurstofan segir að norðan strekkingur sé um vestan- og norðvestanvert landið. Vindhviður við fjöll muni víða fara yfir 20 metra á sekúndu. Er ferðafólki með eftirvagna bent á að fylgjast vel með veðurathugunum og veðurspám.

Spáin er svohljóðandi:

Norðan og norðaustan 5-15 metrar á sekúndu. Rigning eða súld um landið norðan og austanvert en skýjað með köflum syðra. Dregur smám saman úr vindi í dag. Heldur hægari norðan og norðvestanátt á morgun, úrkomuminna norðaustantil. skýjað með köflum vestantil, en bjartviðri á Suðurlandi. Hiti 4 til 16 stig, hlýjast suðvestantil.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert