Funda um niðurstöðu héraðsdóms

Mynd tengist frétt óbeint
Mynd tengist frétt óbeint mbl.is

Fulltrúar rannsóknarnefndar lögreglunnar á Selfossi og lögmenn embættisins munu síðdegis eiga fund um þá niðurstöðu Héraðsdóms Suðurlands í gær, að hafna kröfu um gæsluvarðhald yfir manni, sem skaut úr byssum á Stokkseyri á sunnudagskvöldið.

Fjallað verður um hvort ástæða sé til að kæra úrskurð héraðsdóms til Hæstaréttar.

Lögreglan fékk á sunnudagskvöld tilkynningu um að skothvellir hefðu heyrst frá húsi í bænum. Húsráðandinn var handtekinn en að sögn lögreglu hafði maðurinn í hótunum við lögreglumenn á vettvangi.

Maðurinn rekur Veiðisafnið á Stokkseyri í húsi sínu. Í kjölfar málsins var lagt hald á um 90 skotvopn í húsinu og maðurinn var sviptur skotvopnaleyfi til bráðabirgða. 

Samkvæmt heimildum mbl.is verður Veiðisafnið á Stokkseyri áfram opið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert