Fyrsta tækið mætt við Múlakvísl

Ýtan er við austurbakkann og er að ýta upp garði …
Ýtan er við austurbakkann og er að ýta upp garði og kanna landslagið þar sem brúin yfir Múlakvísl á að koma. mbl.is/Jónas Erlendsson

Fyrsta vegavinnutækið hóf í dag vinnu við Múlakvísl en þar er verið að undirbúa gerð bráðabirgðabrúar. Verið er að undirbúa flutning á efni í brúna en mikið af því er til á Selfossi.

Jarðýta er núna að ýta efni við austari enda brúarinnar, en með þessum efnisflutningum er verið að undirbúa vinnu við gerð brúarinnar.

Hreinn Haraldsson vegamálastjóri sagði fyrr í dag að á morgun ætti allt að vera tilbúið til að reka niður staura undir brúna, en reka þarf þá langt niður í jarðveginn.

Ýtan hóf vinnu við austurbakkar Múlakvíslar í dag.
Ýtan hóf vinnu við austurbakkar Múlakvíslar í dag. mbl.is/Jónas Erlendsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert