Vara við hraðakstri á Fjallabaksleið

Vegurinn að Fjallabaki er ekki gerður fyrir mikla umferð.
Vegurinn að Fjallabaki er ekki gerður fyrir mikla umferð.

Lögregla og Vegagerðin vara við hraðakstri á Fjallabaksleið. Lögregla á Hvolsvelli bendir ökumönnum á að Fjallabaksleið sé fjallvegur og aka verði um hann af varúð.

Lögregla segir að búast megi við talsverðri umferð um Fjallabaksleið í dag. Engar fréttir hafa borist af óhöppum á veginum.

Vegagerðin mælir með því að fólk fari frekar Fjallabaksleið nyrðri frekar en syðri leiðina því lítið vatn sé í ám á nyrðri leiðinni. Vegagerðin áréttar þessi vegur er ófullkominn hálendisvegur, mjór og hlykkjóttur malarvegur sem ekki er gerður fyrir þá miklu umferð sem nú fer þar um. Hraðakstur getur skapað þarna mikla slysahættu og er fólk eindreigið hvatt til að sýna ábyrgð og varkárni.

Landsbjörg sendi frá sér tilkynningu vegna umferðar um fjallvegi. „Í ljósi þess að þjóðvegur eitt verður í sundur um sinn sunnan Mýrdalsjökuls má reikna með aukinni umferð um hálendið og þá sérstaklega Fjallabaksleið nyrðri og jafnvel Sprengisandsleið. Í ljósi þess vill Slysavarnafélagið Landsbjörg beina því til ferðamanna að kynna sér alltaf vel aðstæður áður en lagt er í hann t.d. á www.safetravel.is, www.vegagerdin.is og www.vedur.is.
Sem fyrr eru björgunarsveitir félagsins til taks í Hálendisvaktinni og eru staðsettar að Fjallabaki, á Sprengisandi, á Kjalvegi og norðan Vatnajökuls. Þurfi ferðalangar á aðstoð að halda skal hafa samband við Neyðarlínu í númerinu 112 sem kemur hjálparbeiðnum áleiðis á rétta staði.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert