Byrja á brúargerð í dag

mbl.is/Jónas Erlendsson

„Ég reikna með það hafi verið komið með einhver tæki þangað í gærkveldi en það er í dag sem menn byrja á því sem hægt er að byrja á,“ segir Þórður Tyrfingsson, deildarstjóri hjá Vegagerðinni, í samtali við mbl.is.

Hafist verður handa í dag við að koma upp bráðabirgðabrú yfir Múlahvísl. Sem kunnugt er hreif hlaupið úr Mýrdalsjökli með sér brúna yfir Múlakvísl og rauf þar með hringveginn.

Þórður segir gærdaginn hafa að mestu farið í það að skipuleggja og samræma aðgerðir. Þá einkum hvaðan ætti að fá nauðsynlegan mannskap og tæki. Það hafi hins vegar verið gengið frá því þá.

„Það þurfti að taka tæki úr öðrum verkum og mannskap úr sumarfríum og öðrum verkefnum til þess að fara með þarna austur. Við setjum allt okkar kapp á það að gera þetta eins fljótt og hægt er. En allt svona tekur auðvitað tíma,“ segir Þórður.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert