„Auðvitað var fólk hrætt“

Farþegarnir í rútunni fikruðu sig upp á þakið og komust …
Farþegarnir í rútunni fikruðu sig upp á þakið og komust þaðan yfir á vörubílspall og í land. mbl.is/Hrafnhildur Inga Sigurðardóttir

„Auðvitað var fólk hrætt, það er skiljanlegt. Það er það eina sem ég get sagt, þetta bara gekk vel,“ segir Björn Sigurðsson bílstjóri, sem ók sérútbúnu rútunni sem festist í Múlakvísl.

Sautján farþegar, flestir erlendir, voru um borð og tveir bílstjórar. Allir komust heilu og höldnu á þurrt land.

Um 15 mínútur tók að koma farþegunum í land en Björn segir að sér hafi fundist þetta taka heila eilífð.

„Við brutum eina rúðu en svo fór fólk út um opnanlegu gluggana og upp á þak. Þaðan var það ferjað upp á þak á björgunarsveitarbíls sem kom upp að,“ segir Björn.


Nánar er rætt við Björn í Morgunblaðinu á morgun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert