Ekkert verður heyjað víða í Fljótshverfi

Ekki var bjart yfir Björgvini Harðarsyni bónda á Hunkubökkum í …
Ekki var bjart yfir Björgvini Harðarsyni bónda á Hunkubökkum í öskufallinu í vor. Askan dró úr sprettu á svæðum þar sem mest aska féll. mbl.is/Ernir

„Það verður ekkert heyjað á Maríubakka í ár,“ segir Anna María Ólafsdóttir, bóndi á Maríubakka í Fljótshverfi, en aska frá Grímsvatnagosinu kæfði að mestu túnin á bænum. Fleiri bændur í Fljótshverfi eru í sömu stöðu.

Bjargráðasjóður hefur gefið loforð um að fjármagna kaup á heyi til bænda sem ekki geta heyjað í sumar vegna öskunnar. Rúmlega 200 kinda fjárbú er á Maríubakka. Anna sagði að lítið hefði verið borið á tún á Maríubakka í sumar. Sá áburður sem hefði farið á túnin hefði aðeins verið hugsaður fyrir hagabeit.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Anna ekki ákveðið hvort túnin verði endurræktuð. Hún vonast eftir að þau jafni sig og spretta verði góð næsta sumar. Sauðfé hefur gengið á túnunum í vor og Anna telur að það hafi haft góð áhrif. Kindurnar troði öskuna niður í grassvörðinn og skilji eftir sig áburð á túnunum. Hún bindur vonir við að langtímaáhrif öskunnar á sprettu verði góð.

Björgvin Harðarson, bóndi á Hunkubökkum, var í heyskap þegar Morgunblaðið ræddi við hann í gær. Hann segist telja að spretta sé minni en í meðalári og kenndi um ösku og köldu vori. Hann telur að heyfengur sé almennt minni hjá bændum í Skaftárhreppi en í meðalári.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert