Áfram jarðhræringar

Katla hefur skolfið nokkuð að undanförnu.
Katla hefur skolfið nokkuð að undanförnu.

Jarðskjálfti, sem mældist 1,8 stig samkvæmt sjálfvirkum skjálftalista á vef Veðurstofunnar, varð í Mýrdalsjökli klukkan 19:10 í kvöld.

Skjálfti af stærðinni 3,8 stig varð rétt upp úr klukkan tvö í nótt í Mýrdalsjökli. Í kjölfarið fylgdu 15 eftirskjálftar á 25 mínútna kafla.

Stærsti skjálftinn reið yfir klukkan 2:02:27 og í kjölfar eftirskjálftanna 15 gekk óróinn niður.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert