Fjárfestar fældir frá með háum vöxtum

Lilja Mósesdóttir
Lilja Mósesdóttir mbl.is/Kristinn

„Illa gengur að minnka halla ríkissjóðs. Ástæðan er hvorki dugleysi við niðurskurð né skattahækkanir heldur kreppudýpkandi efnahagsstefna frá hruni. Vöxtum var haldið háum til að fæla fjárfesta frá Íslandi,“ segir Lilja Mósesdóttir, alþingismaður, á Facebook-síðu sinni í dag.

Hún segir að skjaldborg  hafi verið slegið um kröfuhafa til að tryggja það að  tekjuafgangur útflutningsfyrirtækja og heimila færu í að viðhalda alltof stóru bankakerfi.

„Við erum föstum í niðurskurðarvítahring eins og í Kreppunni miklu,“ segir Lilja.

Facebook-síða Lilju Mósesdóttur

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka