Flúði til Noregs undan skattinum

Sigurjón Benediktsson til vinstri.
Sigurjón Benediktsson til vinstri.

„Ég hef sótt um norska kennitölu og mun því greiða skatta framvegis í Noregi,“ segir Sigurjón Benediktsson, tannlæknir á Húsvík.

Sigurjón vann sem tannlæknir í Noregi á síðasta ári, en honum var gert að greiða skatta af séreignarsparnaði óháð þeim tekjum sem hann hafði í Noregi þrátt fyrir að það sé tvísköttunarsamningur milli landanna. Viðbrögð Sigurjóns við þessu voru að flytja úr landi.

Sigurjón hefur til margra ára starfað sem tannlæknir á Húsavík. Hann á enn hlut í tannlæknastofunni en starfar þar ekki lengur. Hann segir að starfsumhverfi tannlækna á Íslandi sé ömurlegt og m.a. þess vegna hafi hann kosið að starfa í Noregi.

„Það er tvísköttunarsamningur í gildi milli Íslands og Noregs, en síðan kom í ljós að það eru einhverjar vinnureglur hjá ríkisskattstjóra sem eru allt öðruvísi en tvísköttunarsamningurinn eins og ég skildi hann. Ég taldi að maður ætti að greiða skatt í því landi þar sem maður vinnur. Ég tók því út séreignarsparnaðinn minn og notaði persónufrádráttinn hér heima því ég er íslenskur þegn. Skatturinn virðist hins vegar hafa klippt hann í burtu. Þá sá ég að það er miklu hagstæðara að búa úti í Noregi,“ sagði Sigurjón.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert