Fréttaskýring; Búlandsvirkjun verður reist lengra frá Langasjó

Langisjór.
Langisjór. mbl.is/RAX
Langisjór hefur verið friðlýstur og er orðinn hluti af Vatnajökulsþjóðgarði, ásamt norðausturhluta Eldgjár og svæðinu í kringum vatnið, eins og Fögrufjöllum, Grænafjallgarði og upptökum Skaftár á svæðinu suður að Lakagígum.

Umrædd friðlýsing var stærsta kosningamálið í Skaftárhreppi í síðustu kosningum, vorið 2010. Þá var Jóna Sigurbjartsdóttir oddviti hreppsins og rétt fyrir kosningar var aðalskipulag tilbúið frá Skipulagsstofnun til að fara í auglýsingu. Samkvæmt því skipulagi átti miklu meira svæði að fara undir þjóðgarðinn en raunin er með friðlýsingunni.

Guðmundur Ingi Ingason leiddi N-listann gegn lista Jónu, L-listanum og vildi minnka svæðið til að halda virkjanamöguleikum opnum á svæðinu. Suðurorka hefur meðal annars fengið rannsóknarleyfi til að athuga möguleika á Búlandsvirkjun. Fulltrúar Suðurorku hafa lýst yfir vilja til að fjárfesta fyrir um 36 milljarða króna í Skaftárhreppi vegna virkjanaframkvæmdanna.

Vildu minna svæði

N-listinn með Guðmund Inga í fararbroddi vann kosningarnar og aðalskipulaginu var breytt í framhaldinu. En að sögn Jónu Sigurbjartsdóttur er samt sátt um niðurstöðuna. „Já, meirihluti hreppsins vildi þessa niðurstöðu og eftir að það varð ljóst gengum við í samstarf við N-listann og komumst að sameiginlegri niðurstöðu um breytingar á aðalskipulaginu. Við erum ánægð með að þetta svæði hafi verið fært inn í þjóðgarðinn, þótt upphaflegu tillögurnar okkar hafi verið að svæðið yrði stærra,“ segir Jóna í samtali við Morgunblaðið. „Það skiptir máli að það sé sátt í svona litlu samfélagi eins og okkar og að fólk nái málamiðlunum,“ segir hún.

Guðmundur Ingi Ingason, oddviti Skaftárhrepps, ítrekar sáttina sem náðist milli fólks í hreppnum. Hann bætir við að hreppurinn sé ansi stórt sveitarfélag. „En það er engin stór virkjun á okkar svæði. Það myndi skapa okkur mikla atvinnumöguleika ef hér yrði virkjað. Ég vil líka benda á að með þessu samkomulagi eru virkjanahugmyndirnar komnar miklu neðar og mun lengra frá Langasjó en var,“ segir Guðmundur Ingi.

Staðan hjá Suðurorku

Þess má geta að nýlega kom út skýrsla um rammaáætlun en fulltrúar Suðurorku voru ósáttir við vinnubrögðin sem viðhöfð voru við gerð áætlunarinnar og fannst til dæmis ekkert tillit tekið til stærðar virkjunarkostsins, hagkvæmni og loftmengunar. Suðurorka hefur haft hugmyndir um gerð 150 MW virkjunar í Skaftárhreppi sem nefnd yrði Búlandsvirkjun. Fyrirtækið hefur keypt rannsóknargögn Landsvirkjunar á svæðinu og vatnsréttindi af mörgum landeigendum, en alls ekki öllum. Sumir landeigenda hafa lýst því yfir að þeir muni ekki selja þeim land sitt.

Mikil verðmæti vernduð

Snorri Baldursson þjóðgarðsvörður í Vatnajökulsþjóðgarðinum segir að þau séu mjög ánægð með þessa viðbót við þjóðgarðinn. „Upphaflega hugmyndin var að öll þjóðlenda Skaftárhrepps færi undir þjóðgarðinn,“ segir Snorri, „en við erum voðalega ánægð með það sem þó kom. Langisjór, Eldgjá, Skælingar og svæðið milli Lakagíga og Skaftár eru ótrúlega mögnuð svæði, bæði mjög lítið snortin af mannavöldum og mjög sérstakt landslag, með þessum svörtu söndum og mosavöxnu fjöllum. Þetta er virkasti hluti gosbeltisins sem gengur í gegnum Ísland. Þarna hafa verið þau fjögur risagos á sögutíma sem engin önnur komast nálægt: Vatnaöldugosið, Eldgjárgosið, Veiðivatnagosið og Skaftáreldar í Lakagígum, segir Snorri.

Bloggað um fréttina

Innlent »

Tvöföldun brautarinnar ljúki sem fyrst

16:02 Krafa til stjórnvalda um að lokið verði við tvöföldun Reykjanesbrautar frá Kaldárselsvegi að mislægum gatnamótum á Krýsuvíkurvegi er meðal þess sem kemur fram í ályktun sem lögð var fram á íbúafundi í Hafnarfirði sem fram fór í gær. Meira »

Sjálfstæðisflokkurinn með 19,9%

15:38 Sjálfstæðisflokkurinn mælist nú með mest fylgi íslenskra stjórnmálaflokka samkvæmt könnun MMR, eða 19,9%.  Meira »

Áreitti ókunnuga konu ítrekað í síma

15:35 Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið ákærður af embætti ríkissaksóknara fyrir kynferðislega áreitni með því að hafa frá því í mars 2014 til október 2015 ítrekað hringt í ókunnuga konu og viðhaft kynferðislegt tal. Maðurinn gaf ekki upp nafn sitt þrátt fyrir að konan hafi ítrekað óskað eftir því. Meira »

Þriðji fundur flugvirkja árangurslaus

15:33 Þriðji fundur Flugvirkjafélags Íslands og SA vegna Icelandair var haldinn hjá ríkissáttasemjara í morgun og var hann árangurslaus, að sögn Óskars Einarssonar, formanns Flugvirkjafélags Íslands. Meira »

Bæta þarf laun og starfsumhverfi

15:22 Sviðsstjóri kjarasviðs í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga segir að eitthvað þurfi að gera til að halda hjúkrunarfræðingum í starfi. Samkvæmt skýrslu Ríkisendurskoðunar vantar 570 hjúkrunarfræðinga til starfa í heilbrigðiskerfinu. Meira »

Búið að koma í veg fyrir frekari mengun

15:00 Olíumengunin í Grófarlæk tengist að öllum líkindum gömlu röri á svæði N1 bensínstöðvarinnar. Búið er að koma í veg fyrir að frekari mengun og segist heilbrigðisfulltrúi Heilbrigðiseftirlits Hafnafjarðar og Kópavogsbæjar telja að með samstilltu samstarfi hafi verið komið í veg fyrir tjón á lífríkinu. Meira »

Háskaleikur ferðamanns vekur óhug

14:35 „Þetta er ekki æskileg ferðahegðun,“ segir Daði Guðjónsson, verkefnastjóri á sviði ferðaþjónustu og skapandi greina hjá Íslandsstofu, um stutt myndband sem birt hefur verið á YouTube. Meira »

„Miklu valdi fylgir mikil ábyrgð“

14:42 Stjórn Blaðamannafélags Íslands fordæmir lögbann það sem sýslumaðurinn í Reykjavík hefur lagt við frekari birtingu frétta byggðum á gögnum úr Glitni banka, sem Stundin og Reykjavík Media hafa undir höndum og krefst þess að lögbannið verði þegar látið niður falla, enda engir þeir hagsmunir í húfi sem réttlæta slíkar aðgerðir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Meira »

Telja að það vanti 570 hjúkrunarfræðinga

14:04 Ríkisendurskoðun telur mikilvægt að hraða nýliðun hjúkrunarfræðinga til að bregðast við skorti á hjúkrunarfræðingum innan íslensks heilbrigðiskerfis. Verði ekki gripið til viðhlítandi ráðstafana gæti sá skortur haft óæskileg áhrif á gæði heilbrigðisþjónustu og öryggi sjúklinga. Meira »

Bærinn borgi fyrir flutning hesthúss

14:01 Eigandi hesthúss á Símonartúni við Eskifjörð hefur óskað eftir því að Fjarðabyggð beri kostnað af flutningi hússins af svæðinu vegna aukinnar hættu á ofanflóðum og aukinnar umferðar um Helgustaðarveg. Meira »

Sumir útiloka hækkun en ekki aðrir

13:40 Forystumenn stjórnmálaflokkanna sem bjóða fram til alþingiskosninga tóku misdjúpt í árinni þegar þeir voru spurðir um hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu á opnum fundi sem Samtök ferðaþjónustunnar stóðu fyrir í Hörpu í morgun. Sumir útilokuðu hækkun en aðrir treystu sér ekki til þess að segja af eða á. Meira »

Sigmundur þurfti á salernið

13:36 „Það var væntanlega þannig sem ég lenti í þeirri sérkennilegu stöðu að þurfa að svara blaðamanni New York Times um salernisferðir mínar,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, á Facebook. Meira »

Segja upp samningi við ISS um skólamat

13:21 Hafnarfjarðarbær hefur gert munnlegan samning um að hætta viðskiptum við fyrirtækið Skólaask, sem fyr­ir­tækið ISS Ísland rek­ur, um máltíðir fyrir nemendur í grunn- og leikskólum bæjarins. Í fréttatilkynningu frá bænum kemur fram að báðir aðilar hafi áhuga á að losna undan samningnum. Meira »

Vextir fylgja ekki efnahagsþróun

12:38 Í nýútkomnu Efnahagsyfirliti VR kemur fram að vextir á Íslandi voru mun hærri hér á landi árið 2011 en þeir eru í nágrannalöndum okkar nú. Þar eru vextir nánast þeir sömu nú og voru hér á landi fyrir sex árum. Meira »

Vill að stjórnvöld afturkalli lögbannið

11:19 „Ég skora á íslensk stjórnvöld að stilla sig um að beita frekari hömlum á umfjöllun fjölmiðla um þetta mál og afturkalla þær aðgerðir sem þegar hefur verið ráðist í.“ Þetta sagði Harlem Désir, fulltrúi Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, ÖSE, á ráðstefnu í morgun. Meira »

Níu athugasemdir við nýtt fiskeldi

13:03 Frestur til að gera athugasemdir vegna breytinga á aðal- og deiliskipulagi vegna fyrirhugaðs fiskeldis á Röndinni á Kópaskeri er liðinn. Níu athugasemdir bárust vegna framkvæmdarinnar en Fiskeldi Austfjarða vill hefja tvö þúsund tonna laxeldi á svæðinu. Meira »

Hærri skatttekjur vegna betra árferðis

11:59 Stór hluti af auknum skatttekjum sem Píratar boðuðu í tillögum sínum til fjárlaga fyrir löggjafaþingið 2017 til 2018, þar á meðal varðandi tekjuskatt og virðisaukaskatt, er til kominn vegna betra árferðis. Þetta segir Smári McCarthy, Pírati. Meira »

Svört náttúruvernd valdi sundrungu

11:02 „Það hefur verið alið á fordómum í garð tiltekins ferðamáta, sem er umferð vélknúinna ökutækja. Það hefur þótt beinlínis fínt að ala á fordómum í okkar garð en við bendum á að öflugustu náttúruverðirnir eru þeir sem þekkja landið sitt og fá að ferðast um það,“ segir fulltrúi samtaka útivistarfélaga í stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Stórkostlegar Nuddoliur komnar tilboð 2000 kr flaskan, 6 mismunandi tegundir
Stórkostlegar Nuddoliur komnar tilboð 2000 kr flaskan, 6 mismunandi tegundir ...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...
L helgafell 6017101819 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017101819 IV/V Mynd af ...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Skipulag
Tilkynningar
Borgarbyggð Skipulagsauglýsingar De...