Fréttaskýring; Búlandsvirkjun verður reist lengra frá Langasjó

Langisjór.
Langisjór. mbl.is/RAX
Langisjór hefur verið friðlýstur og er orðinn hluti af Vatnajökulsþjóðgarði, ásamt norðausturhluta Eldgjár og svæðinu í kringum vatnið, eins og Fögrufjöllum, Grænafjallgarði og upptökum Skaftár á svæðinu suður að Lakagígum.

Umrædd friðlýsing var stærsta kosningamálið í Skaftárhreppi í síðustu kosningum, vorið 2010. Þá var Jóna Sigurbjartsdóttir oddviti hreppsins og rétt fyrir kosningar var aðalskipulag tilbúið frá Skipulagsstofnun til að fara í auglýsingu. Samkvæmt því skipulagi átti miklu meira svæði að fara undir þjóðgarðinn en raunin er með friðlýsingunni.

Guðmundur Ingi Ingason leiddi N-listann gegn lista Jónu, L-listanum og vildi minnka svæðið til að halda virkjanamöguleikum opnum á svæðinu. Suðurorka hefur meðal annars fengið rannsóknarleyfi til að athuga möguleika á Búlandsvirkjun. Fulltrúar Suðurorku hafa lýst yfir vilja til að fjárfesta fyrir um 36 milljarða króna í Skaftárhreppi vegna virkjanaframkvæmdanna.

Vildu minna svæði

N-listinn með Guðmund Inga í fararbroddi vann kosningarnar og aðalskipulaginu var breytt í framhaldinu. En að sögn Jónu Sigurbjartsdóttur er samt sátt um niðurstöðuna. „Já, meirihluti hreppsins vildi þessa niðurstöðu og eftir að það varð ljóst gengum við í samstarf við N-listann og komumst að sameiginlegri niðurstöðu um breytingar á aðalskipulaginu. Við erum ánægð með að þetta svæði hafi verið fært inn í þjóðgarðinn, þótt upphaflegu tillögurnar okkar hafi verið að svæðið yrði stærra,“ segir Jóna í samtali við Morgunblaðið. „Það skiptir máli að það sé sátt í svona litlu samfélagi eins og okkar og að fólk nái málamiðlunum,“ segir hún.

Guðmundur Ingi Ingason, oddviti Skaftárhrepps, ítrekar sáttina sem náðist milli fólks í hreppnum. Hann bætir við að hreppurinn sé ansi stórt sveitarfélag. „En það er engin stór virkjun á okkar svæði. Það myndi skapa okkur mikla atvinnumöguleika ef hér yrði virkjað. Ég vil líka benda á að með þessu samkomulagi eru virkjanahugmyndirnar komnar miklu neðar og mun lengra frá Langasjó en var,“ segir Guðmundur Ingi.

Staðan hjá Suðurorku

Þess má geta að nýlega kom út skýrsla um rammaáætlun en fulltrúar Suðurorku voru ósáttir við vinnubrögðin sem viðhöfð voru við gerð áætlunarinnar og fannst til dæmis ekkert tillit tekið til stærðar virkjunarkostsins, hagkvæmni og loftmengunar. Suðurorka hefur haft hugmyndir um gerð 150 MW virkjunar í Skaftárhreppi sem nefnd yrði Búlandsvirkjun. Fyrirtækið hefur keypt rannsóknargögn Landsvirkjunar á svæðinu og vatnsréttindi af mörgum landeigendum, en alls ekki öllum. Sumir landeigenda hafa lýst því yfir að þeir muni ekki selja þeim land sitt.

Mikil verðmæti vernduð

Snorri Baldursson þjóðgarðsvörður í Vatnajökulsþjóðgarðinum segir að þau séu mjög ánægð með þessa viðbót við þjóðgarðinn. „Upphaflega hugmyndin var að öll þjóðlenda Skaftárhrepps færi undir þjóðgarðinn,“ segir Snorri, „en við erum voðalega ánægð með það sem þó kom. Langisjór, Eldgjá, Skælingar og svæðið milli Lakagíga og Skaftár eru ótrúlega mögnuð svæði, bæði mjög lítið snortin af mannavöldum og mjög sérstakt landslag, með þessum svörtu söndum og mosavöxnu fjöllum. Þetta er virkasti hluti gosbeltisins sem gengur í gegnum Ísland. Þarna hafa verið þau fjögur risagos á sögutíma sem engin önnur komast nálægt: Vatnaöldugosið, Eldgjárgosið, Veiðivatnagosið og Skaftáreldar í Lakagígum, segir Snorri.

Bloggað um fréttina

Innlent »

Átta fjölskyldur fengu styrk

Í gær, 21:40 „Það er alveg meiriháttar að sjá hvað þessu hefur verið vel tekið,“ segir Ásdís Arna Gottskálksdóttir, sem stofnaði góðgerðarfélagið Bumbuloní fyrir tveimur árum, með það að markmiði að styrkja fjölskyldur langveikra barna. Meira »

Reyndi að nauðga læknanema

Í gær, 21:22 354 konur í læknastétt skora á starfsmenn og stjórnendur að uppræta kynbundið áreiti, mismunun og kynferðislegt ofbeldi í starfi. Gerendurnir eru oftast karlkyns samstarfsmenn sem eru ofar í valdastiganum, samkvæmt reynslusögum sem konurnar hafa deilt í lokuðum hópi á samfélagsmiðlum. Meira »

Fjarstæðukenndir framburðir í farsamáli

Í gær, 20:34 Ákæruvaldið fer fram á 12 til 18 mánaða fangelsisvist í máli fjögurra einstaklinga sem ákærðir eru fyrir peningaþvætti, en aðalmeðferð í málinu lauk í héraðsdómi í dag. Um er að ræða þrjá karlmenn og eina konu, en krafist vægari refsingar yfir konunni, þrátt fyrir að hennar þáttur sé talinn mikill. Meira »

45 daga fangelsi fyrir um 3 kíló af kannabis

Í gær, 19:48 Karlmaður á fertugsaldri var fyrir helgi dæmdur í 45 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir kannabisræktun, en í september gerði lögregla upptæk hjá manninum 1,7 kíló af maríjúana, 1,5 kíló af kannabislaufum og sex kannabisplöntur. Meira »

Ráðherra fékk fyrsta fossadagatalið

Í gær, 19:46 Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra tók í dag við fyrsta eintakinu af fossadagatalinu 2018 úr hendi þeirra Tómasar Guðbjartssonar hjartaskurðlæknis og Ólafs Más Björnssonar augnlæknis. Myndirnar tóku þeir Tómas og Ólafur Már í þremur ferðum sínum á svæðið sl. sumar. Meira »

„Var mikil froststilla, sem betur fer“

Í gær, 19:29 „Þarna voru náttúrulega varahlutir fyrir skipin og aðstaða til að taka inn dælur og mótora sem fara þarf yfir og endurnýja. Þetta var því okkar verkstæði og lager,“ segir Kristján G. Jóakimsson, vinnslu- og markaðsstjóri Hraðfrystihússins – Gunnvarar. Meira »

Hrútar eru fagur fénaður

Í gær, 18:30 Jón Gunnarsson, bóndi í Árholti á Tjörnesi, á marga hrúta og hefur stundað ræktunarstarf um langt árabil. Það var því mikill handagangur í öskjunni þegar hann og systursonur hans, Gunnar Sigurður Jósteinsson, tóku til við að rýja stóru hrútana eins og þeir eru stundum kallaðir í daglegu tali. Meira »

Kleip mig í bæði brjóstin

Í gær, 18:52 Tæplega 600 íslenskar flug­freyjur hafa skrifað undir áskorun þar sem þær hafna kyn­ferð­is­legri áreitni og mis­munun og skora á karl­kyns sam­verka­menn sína að taka ábyrgð. Með áskorun sinni deila flugfreyjurnar 28 nafnlausum sögum af áreitni og mismunun sem þær hafa sætt í starfi. Meira »

Leyfi til sérnáms í bæklunarlækningum

Í gær, 18:16 Landspítalinn hefur hlotið viðurkenningu heilbrigðisyfirvalda til að annast sérnám í bæklunarlækningum. Þetta kemur fram á heimasíðu spítalans, en áður hefur spítalinn hlotið viðurkenningu vegna sérnáms í lyflækningum og geðlækningum. Meira »

Velferð alls samfélagsins í húfi

Í gær, 18:03 Velferð barna er eitthvað sem við getum öll verið sammála um og er eitthvað sem Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, ætlar að leggja mjög mikla áherslu á í embætti ráðherra. Miklar breytingar hafi orðið á íslensku samfélagi og velferðarkerfið þurfi að laða sig að breyttum aðstæðum. Meira »

Eftirskjálftar mælast í Skjaldbreið

Í gær, 17:45 Sex jarðskjálftar hafa mælst í fjallinu Skjaldbreið við Langjökul í dag og var sá stærsti 1,8 stig. Hann mældist snemma í morgun. Hugsanlega eru þetta eftirskjálftar eftir skjálftana sem urðu þar um helgina. Fjallið er vel vaktað af Veðurstofunni. Meira »

Halldóra formaður velferðarnefndar

Í gær, 17:40 Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, verður formaður velferðarnefndar Alþingis fyrri helming kjörtímabilsins. Seinni helminginn stýrir þingmaður Samfylkingar nefndinni en Píratar taka þá við formennsku í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Meira »

Flugvirkjar funda aftur á morgun

Í gær, 16:52 Tólfta fundi Flug­virkja­fé­lags Íslands og Sam­taka at­vinnu­lífs­ins hjá ríkissáttasemjara vegna Icelanda­ir er lokið.   Meira »

Eldur kom upp í timburhúsi á Grettisgötu

Í gær, 16:16 Eldur kom upp í þaki húss við Grettisgötu nú síðdegis. Allt tiltækt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var kallað á vettvang og greiðlega gekk að slökkva eldinn, samkvæmt upplýsingum þaðan. Meira »

Kvartanir yfir Braga ekki „meintar“

Í gær, 15:30 Velferðarráðuneyti segir það ekki rétt að Barnaverndarstofu hafi gengið erfiðlega að fá gögn um tiltekin mál líkt og Barnaverndarstofa haldi fram. Einnig áréttar ráðuneytið að kvartanir frá barnaverndarnefndum í garð forstjóra Barnaverndarstofu séu ekki „meintar“ því þær liggja fyrir. Meira »

Æsileg eftirleit á aðventu

Í gær, 16:41 Allt frá tímum Fjalla Bensa, sem segir af í Aðventu Gunnars Gunnarssonar, hefur tíðkast að fara til eftirleita á aðventunni og leita eftirlegukinda. Nú á dögum velja menn sér samt auðveldari ferðamáta en tvo jafnfljóta, enda hefur tækninni fleygt fram þó kindurnar séu ekkert sáttari við að láta fanga sig. Meira »

„Það lendir alltaf einhver í honum“

Í gær, 15:56 Konur í fjölmiðlum stigu í dag fram undir merkjum #fimmtavaldsins og sögðu meðal annars sögur sínar í tengslum við störf innan greinarinnar. Má þar lesa fjölmargar sögur um áreitni, óviðeigandi kynferðislegt tal, mismunun og kynferðislegt ofbeldi sem konurnar hafa orðið fyrir. Meira »

Jarðvarmavirkjun með aðkomu Íslendinga

Í gær, 15:22 Jarðvarmavirkjunin Pico Alto var formlega gangsett við hátíðlega athöfn á eyjunni Terceira, sem er hluti Azoreyjaklasans og tilheyrir Portúgal, 20. nóvember, en íslenskir aðilar komu að verkefninu. Orkustofnun var þannig ráðgjafi fyrir Uppbyggingasjóð EES, sem kom að fjármögnun verkefnisins, við mótun og framkvæmd orkuáætlunarinnar frá upphafi. Veitti sjóðurinn 3,7 milljónir evra til þess. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Egat Diva Snyrti-/nuddbekkur rafmagns fyrir Snyrti,Fótaðgerða,Nuddara
Egat Diva Rafmagns snyrti-/nuddbekkur, svartir og beige á litinn.100% visa raðgr...
Húsgagnaviðgerðir
Ég tek að mér viðgerðir á húsgögnum bæði gömlum og nýjum. Starfsemin fer fram í ...
ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR !!!!!!!!!!
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við BYKO. Mikið úrval af fallegum ...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...