Mistök í efnahagsstjórn

Ragnar Árnason, prófessor við Háskóla Íslands, telur hallarekstur ríkissjóðs mistök …
Ragnar Árnason, prófessor við Háskóla Íslands, telur hallarekstur ríkissjóðs mistök í efnahagsstjórninni.

Minnkandi traust fjárfesta á evrópskum mörkuðum gæti haft alvarlegar afleiðingar hér á Íslandi. Í gær bárust fregnir af því að Evrópubankinn myndi halda neyðarfund og fjármálaráðherrar G7-ríkjanna myndu líka halda neyðarfund í dag áður en markaðir yrðu opnaðir.

Þegar litið er til þess hvaða áhrif þetta muni hafa á Ísland segir Jón Daníelsson, dósent í hagfræði við London School of Economics, að það sem skipti mestu hjá okkur sé ál, fiskur og ferðamenn. „Álið fer á alþjóðlegan markað þannig að þessi vandræði í Evrópu munu ekki hafa mikil áhrif á það. En þar sem mjög ákveðin teikn eru á lofti um samdrátt í Kína gæti staða álsins skaðast. Nú stafar mesta hættan af hugsanlegum samdrætti í Norður-Evrópu, sem gæti leitt til þess að neytendur sæktu minna í íslenskan fisk og ferðamannastraumur til landsins gæti einnig dregist saman.

Við erum mjög samtvinnuð efnahagslífi Norður-Evrópu og þótt ákveðið fólk sýni þórðargleði yfir því hvað evrunni gengur illa áttar það fólk sig ekki á því hvað það mun hafa slæm áhrif á íslenska efnahagskerfið ef gildismáttur evrunnar rýrnar,“ segir Jón.

Ragnar Árnason, prófessor við hagfræðideild Háskóla Íslands, bendir á að þótt útflutningur til Norður-Evrópu sé mikill sé stór hluti þess inni á svæði pundsins og dönsku krónunnar. Í umfjöllun um mál þessi í Morgunblaðinu í dag segir hann síðustu atburði á fjármálamörkuðum vísbendingu um nýja hiksta í hinu vestræna hagkerfi. Gríðarlegur hallarekstur á ríkissjóði frá 2008 sé óafsakanlegur. Þessi hallarekstur ríkissjóðs séu mjög alvarleg  mistök í íslenskri hagstjórn.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert