Segir ráðuneytið segja hálfa söguna

SpKef.
SpKef.

„Fjármálaráðuneytið fellur í þá gryfju að segja hálfa söguna og vísa aðeins í hluta lagaákvæðis. Þegar lagaákvæði eru túlkuð verður að líta til þeirra í heild.“ Þetta segir Árný J. Guðmundsdóttir lögfræðingur, sem gerir athugasemdir við fréttaflutning varðandi það hvort lagaheimildir hafi verið til staðar varðandi stofnun og starfsemi SpKef sparisjóðs.

Í yfirlýsingu segir Árný að þegar 1. grein neyðarlaganna sé lesin í heild, komi í ljós að fjármálaráðuneytið gat aðeins stofnað fjármálafyrirtæki með starfsleyfi frá upphafi með því að stofna viðskiptabanka og þar með
hlutafélag. „Hefði fjármálaráðuneytið viljað stofna sparisjóð hefði ráðuneytið hins vegar þurft að stofna félag sem hefði orðið að sækja um starfsleyfi sem sparisjóður til FME á hefðbundinn hátt. Það var ekki gert. Það er einnig ljóst að fjármálaráðuneytið og FME eru tvísaga um lagagrunn fyrir stofnun og starfsleyfisskyldum rekstri SpKef sparisjóðs,“ segir í yfirlýsingunni.

„Engin þörf var að beita lögjöfnun ef fjármálaráðuneytið hefði haft heimild í settum lögum. Þannig er ljóst að fjármálaráðuneytið hefur ekki svarað  efnislega athugasemdum mínum varðandi skort á heimildum við stofnun og eftirfarandi starfsemi SpKef sparisjóðs.“



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert