Talið er að kviknað hafi í út frá fjöltengi

Frá húsbrunanum við Nesveg.
Frá húsbrunanum við Nesveg. mbl.is/ Ernir Eyjólfsson

Talið er að óvirk kannabisræktun hafi verið í herberginu þar sem eldurinn kom upp í íbúðarhúsi á Nesvegi í gærkvöldi. Að sögn rannsóknarlögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er tæknideild lögreglunnar að rannsaka málið og talið er að kviknað hafi í út frá fjöltengi, óháð óvirkri ræktun.

Að sögn lögreglu fundust leifar af kannabis á staðnum, gamlir lampar og fleiri tæki sem notuð eru til ræktunar á kannabisefnum. 

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um eldinn klukkan rúmlega sjö í gærkvöldi. Slökkvistarf gekk vel og búið var að slökkva mesta eldinn um hálfri klukkustund eftir að tilkynningin barst.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert