Segja Ísland vera háskattaríki

Skattar á Íslandi hafa verið að hækka.
Skattar á Íslandi hafa verið að hækka. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Skattar eru mjög háir á Íslandi í alþjóðlegum samanburði, hvort sem um er að ræða óbeina skatta, tekjuskatta eða eignarskatta. Þetta segir í frétt á vef Samtaka atvinnulífsins, en gagnrýna ríkisstjórnina fyrir að fara svokallaða blandaða leið skattahæsemana og lækkunar útgjalda.

Forystumenn ríkisstjórnarinnar hafa haldið því fram að skattar séu ekki sérstaklega háir á Íslandi í alþjóðlegum samanburði, einkum í samanburði við hin Norðurlöndin og því sé fyrir hendi svigrúm til skattahækkana.

Þetta gagnrýna Samtök atvinnulífsins og segja að í skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um íslenska skattkerfið, sem gefin var út í júní 2010, komi fram að Ísland sé háskattaríki. „Bentu skattasérfræðingar AGS á að fara þyrfti mjög varlega í aukna tekjuöflun því annars gæti íslenskt efnahagslífið orðið fyrir alvarlegum skaða. Ísland var í 4.-5. sæti með Noregi yfir hæstu skatthlutföll þjóða heimsins árið 2009 en nýlegar skattahækkanir hafa fest landið enn frekar í sessi sem eitt af háskattalöndum heimsins.

Frétt SA

OECD

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert