Féllust ekki á kröfur bænda

Mikið vantar á að sláturleyfishafar hafi farið að óskum Landssamtaka sauðfjárbænda um að hækka verð til bænda um 25%. Meðalverðið er nálægt  484 kr/kg, en bændur höfðu krafist að sláturleyfishafar greiddu 573 kr/kg.

Sláturleyfishafar hafa nú allir birt verðskrá vegna sláturtíðar í haust. Samkvæmt samantekt Landssamtaka sauðfjárbænda býður Kaupfélag Skagfirðinga og Sláturhús Kaupfélags V-Húnvetninga hæsta meðalverðið. Þessar tölur hafa hins vegar verið að breytast því að bæði SS og Norðlenska hafa hækkað verðskrá sína á undanförnum dögum eftir að aðrir sláturleyfishafar birtu sín verð til bænda.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert