„Verðum að beita þessu vopni“

Haraldur Freyr Gíslason, formaður Félags leikskólakennara.
Haraldur Freyr Gíslason, formaður Félags leikskólakennara.

„Það var enginn fundur boðaður í framhaldinu,“ segir Haraldur Freyr Gíslason, formaður Félags leikskólakennara, eftir að fundi samninganefndar leikskólakennara og samninganefndar sveitarfélaganna lauk rétt fyrir klukkan hálf-tólf. „Staðan í viðræðunum er óbreytt.“

„Ríkissáttasemjari sá ekki ástæðu til að boða fund, það ber svo mikið á milli,“ segir Haraldur. „Krafa okkar er skýr og við erum farin að undirbúa okkur fyrir verkfall. Við verðum því miður að beita þessu vopni núna, vegna þess óréttlætis sem leikskólakennarar hafa verið beittir undanfarin ár. Leikskólakennarar eru búnir að fá nóg,“ segir Haraldur.

Verkfall leikskólakennara skellur á þann 22. ágúst, náist samningar ekki fyrir þann tíma.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert