Slæm reynsla af verkföllum

Úr leikskólastarfi. Mynd úr myndasafni.
Úr leikskólastarfi. Mynd úr myndasafni. Morgunblaðið/Hjálmar S. Brynjólfsson

 „Við vonum auðvitað að það verði samið og hvetjum aðila til að gera allt það sem þeir geta til að ekki komi til verkfalls,“ segir Ketill Magnússon, formaður Heimilis og skóla. „Reynsla okkar af verkföllum í skólum landsins er að þau hafa verulega slæm áhrif á marga; bæði börn og fullorðna.“

Ketill segir að nokkuð sé um að foreldrar hafi samband við samtökin og lýsi yfir áhyggjum sínum af boðuðu verkfalli. 

„Það eru margir sem hafa verulegar áhyggjur. Þetta hefur ekki bara áhrif á börnin og foreldrana, þetta hefur líka áhrif á fyrirtæki landsins því þar starfa nú þessir foreldrar. Það er sjálfsagt allur gangur á því hvernig fyrirtæki geta brugðist við,“ segir Ketill.

Stjórn samtakanna sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem segir að slíkt verkfall myndi hafa mjög slæmar afleiðingar fyrir leikskólabörn og foreldra í landinu og lamandi áhrif fyrir samfélagið í heild.

„Heimili og skóli hvetja samningsaðila til að komast að samkomulagi sem fyrst. Mikilvægt er að í leikskólum landsins starfi metnaðarfullt fagfólk því þar fer fram mikilvægt starf þar sem grunnur er lagður að þroska og menntun barna,“ segir í yfirlýsingunni.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert