22.000 vilja leiðréttingu lána

heimilin.is

Um 22 þúsund undirskriftir hafa safnast á vefsíðu Hagsmunasamtaka heimilanna, þar sem þess er krafist „í nafni almannahagsmuna“ að lán til heimilanna verði leiðrétt og verðtrygging afnumin.

„Hafi stjórnvöld ekki orðið við þessari kröfu fyrir 1. janúar 2012 jafngildir undirskrift mín kröfu um þjóðaratkvæðagreiðslu um kröfugerðina,“  segir á síðunni.

Þess er krafist að verðbótaþáttur frá og með 1. janúar 2008, takmarkist við efri mörk verðbólgumarkmiðs Seðlabanka Íslands, eða að hámarki 4% á ári og að sú reikniaðferð, sem kemur betur út fyrir lántaka varðandi gengistryggð lán, verði látin gilda.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert