Drög fá blendin viðbrögð

Af Hengilsvæðinu þar sem til stóð að byggja Bitruvirkjun
Af Hengilsvæðinu þar sem til stóð að byggja Bitruvirkjun Af vefnum hengill.nu

Fyrstu viðbrögð drögum verkefnisstjórnar um rammaáætlun að þingsályktunartillögu um orkunýtingu og vernd landsvæðaúr báðum áttum eru blendin, enginn fullkomlega sáttur en allir telja mikilvægum áfanga náð.

Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, hefði viljað sjá aðra flokkun. Náttúruverndarsamtök Íslands harma ákveðna þætti draganna.

Forsvarsmenn Orkuveitu Reykjavíkur telja einna helst stinga í stúf að Bitruvirkjun skuli hafa hafnað beint í verndarflokki en ekki verið sett í biðflokk. Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi OR, segir svæðið þegar raskað. Þrjár rannsóknarborholur séu þar, vegur um svæðið og háspennulína liggi yfir það þvert. Þegar hafi 785 milljónum króna verið varið í undirbúning virkjunar þar. Hann segir drög verkefnisstjórnarinnar þó tvímælalaust gott skref í átt til sáttar um virkjanamálin. „Ég held að það sé rétt að óska umhverfisverndarsinnum til hamingju með þennan áfanga,“ segir Eiríkur.

Alþingis bíður nú að fjalla um drögin og taka ákvörðun, að loknu þriggja mánaða umsagnarferli.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert